Nýja reiðhöllin okkar

Þetta er svo spennandi 

Unnið hefur verið að því hörðum höndum að loka reiðhöllinni og félagsaðstöðunni fyrir veturinn. Verið er að setja í hurðar, glugga og þakgluggana í reiðhöllina sjálfa. Stefnt er að því að búið verði að loka húsinu í lok næstu viku ef verður leyfir. Unnið er við jarðvegsvinnu við reiðhöllina sjálfa og við áhorfendabrekkuna meðfram húsinu.

Smiðir, píparar, rafvikjar og málarar eru að störfum í félagsaðstöðunni og í reiðhöllinni sjálfri, einnig er unnið að loftræstingunni, en hún er væntanleg um leið og búið er að loka húsinu.

Verkið er á áætlun og gengur vel.

Stefnt er að því að við fáum reiðsalinn afhentan í lok janúar, þá þurfum við félagsmenn að taka höndum saman og gera battana og græja reiðgólfið.

Við viljum ítreka, að vinnusæðið er lokað fyrir utanaðkomandi umferð, því er bannað að fara í skoðunarferðir á eigin vegum.

Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan hjá okkur í Sörla.

Áfram Sörli.

Reiðsalur
Reiðasalur
Reiðsalur og stúka
Undirbúningsgangur fyrir knapa, á milli gömlu og nýju reiðhallanna
Veislusalur