Nýr dagur, ný vakt í brekkunni.

Þriðjudagur 

Góðan daginn.

Nýr dagur, ný vakt í brekkunni.

Barnaflokkur fór eins og fram hefur komið mjög vel hjá okkar fulltrúum.

Dagurinn hélt áfram með keppni í B-flokki þar sem við vorum í smá brekku.

Enginn Sörlahestur komst inn í milliriðil B-flokks þrátt fyrir ágætar sýningar á köflum en flokkur inn var auðvitað firnasterkur.

Í B-flokki ungmenna endaði Sara Dís á Nökkva í 6. sæti eftir dúndurgóða sýningu með 8,65 og Siggi Dagur á Flugari er nr 15 inn í milliriðil, öryggið uppmálað.

Ingibergur og Flótti gerðu flotta sýningu í gæðingaskeiði og enduðu í 7. sæti með 7,75

Í dag hefst þetta svo með keppni í unglingaflokki sem er sannkölluð hákarlagryfja á landsvísu.

Sólveig Þula og Djörfung ríða á vaðið í 1. holli
Erla Rán og Fjalar holl nr 4
Ágúst Einar og Blæja holl nr 9
Árný Sara og Moli holl nr 12
Helgi og Hrynjandi holl nr 13
Fanndís og Garpur holl nr 16
Snæja og Liljar nr 20
Steinunn og Gormur holl 24
Bjarndís og Tóney holl 25
Aga Stína og Tannálfur holl 27
Kolbrún Sif og Bylur eru svo í holli 35

Í A-flokki gæðinga eru Sörlafélagar sem fylgir :

Goði og Daníel í 4 holli
Djarfur og Sara Dís í 5 holli
Forni og Hinni í 6 holli
Hrollur og Alexander í 9 holli
Kraftur og Hanna Rún í 15 holli
Taktur og Anna Björk 29 holl
Tónn og Didda í holl 33
Bogi og Jói holl 34
Ballerína og Auðunn holl 35

Óskum þessum knöpum góðs gengis og styðjum í brekkunni.

Áfram Sörli!