Hafnarfjarðarbær og Hestamannafélagið Sörli skrifuðu nýverið undir samning um umsjón og rekstur á íþróttasvæði og húsnæði félagsins. Samningurinn nær til hluta af rekstri á íþrótta- og útivistarsvæðisvæði Sörla, s.s. skeið- og hlaupabrauta, girðinga, reiðskemmu, félagshestshúss, mannvirkja á svæðinu og bílastæða. Forsendur fyrir framlagi til rekstrar eru byggðar á rauntölum úr rekstri liðinna ára. Samningurinn gildir til 31. desember 2028. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Atli Ingólfsson formaður Sörla skrifuðu undir samninginn í félagshesthúsinu vinsæla í faðmi hesta og barna.