Nýr starfsmaður hjá Sörla

Hlutastarf 

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Svafar Magnússon hefur verið ráðinn í 50% starf hjá Hestamannafélaginu Sörla.

Svafar hefur unnið við alla almenna byggingavinnu, hann er með meirapróf og vinnuvélaréttindi.

Hann er mörgum hestamönnum kunnur í gegnum störf sín. Hann er hestamaður, hefur m.a. starfað mikið fyrir Hestamannafélagið Fák og hjá HÍDÍ Hestaíþróttadómarafélagi Íslands.

Svafar mun hefja störf mánudaginn 26. febrúar. Hann mun aðstoða við félagshesthús, sjá um viðhald á eigum félagsins og önnur tilfallandi verkefni. Vinnutími hans verður sveigjanlegur og getur oft verið í samræmi við tilfallandi verkefni.

Við bjóðum Svafar velkomin til starfa og hlökkum til að sjá okkar frábæra hestamannafélag halda áfram að verða virkara félagsmönnum öllum í hag.

Áfram Sörli

Framkvæmdastjóri og stjórn Sörla.