Vekjum athygli ykkar á opnum fundi reiðveganefndar Sörla næsta fimmtudag. Það væri gaman að sjá sem flesta koma og láta sig skipulag reiðleiða varða. Endurskoðun Aðalskipulags Hafnarfjarðar stendur nú yfir og tækifæri fyrir okkur hestafólk að koma okkar sjónarmiðum á framfæri.