Opna síðsumarsmót Spretts - Föstudagur

Af okkar ágæta keppnisfólki 

Í gær, föstudag, fór fram keppni í Fimmgangi F1 og Fjórgangi V1 í meistaraflokki.

Sörli átti þar keppendur og varð Snorri Dal í 3. til 4. sæti á hestinun Engli frá Ytri-Bægisá 1 í Fimmgangi F1.

Anna Björk keppti einnig fyrir hönd Sörla í fjórgangi V1 á hestinum Flugari frá Morastöðum og urðu þau í 14. sæti.

Í dag heldur keppnin áfram og munu allmargir Sörlafèlagar spreyta sig. Við hlökkum til að sjá hvernig gengur.

Áfram Sörlafólk!

Áfram Sörli!

Einbeittir félagar