Opna síðsumarsmót Spretts - Opnunardagur

Fréttir af okkar ágæta keppnisfólki 

Í gær hófst opna síðsumarsmót Spretts. Okkar frábæra fólk í Sörla er þar mætt til keppni og í gær fóru þau á kostum.

Í forkeppni í Fimmgangi F2 í 1. flokki urðu úrslit hjá okkar fólki eftirfarandi:

1. sæti Jóhannes Magnús Ármannsson og Hallsteinn frá Þjóðólfshaga 1
2. sæti Kristín Ingólfsdóttir og Tonn frá Breiðholti í Flóa
3. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Kraftur frá Breiðholti í Flóa
12. sæti Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Depla frá Laxdalshofi

Í forkeppni í Fimmgangi F2 í Ungmennaflokki urðu úrslit hjá okkar konu eftirfarandi:
9. sæti Katla Sif Snorradóttir og Stoð frá Stokkalæk

Einnig var keppt í Gæðingaskeiði PP1 og Flugskeiði 100m P2.

Úrslit hjá okkar fólki í þeim greinum urðu:

Gæðingaskeið PP1 – Meistaraflokkur:
8. sæti Snorri Dal á Engli frá Ytri-Bægisá I

Gæðingaskeið PP1 – 1. Flokkur:
1. sæti Hafdís Arna Sigurðardóttir og Kraftur frá Breiðholti í Flóa
5. sæti Inga Kristín Sigurgeirsdóttir og Depla frá Laxdalshofi

Flugskeið 100m P2 – Meistaraflokkur:
4. sæti Ingibergur Árnason og Sólveig frá Kirkjubæ

Hreint út sagt glæsilegur árangur. Til hamingju öllsömul. Við hlökkum til að sjá meira og fylgjumst með.

Áfram Sörli