Opnar æfingar yngri flokka falla niður í dag föstudaginn 16. des

Það er svo kalt 

Ákveðið var að fella niður opna æfingu í dag í reiðmennskuæfingum yngri flokka vegna frostsins.

Við teljum óráðlegt að vera að beina krökkunum út í æfingu í þessum mikla gaddi, og við munum í staðinn hafa eitthvað skemmtilegt fyrir hópinn bara eftir jólin.

Farið varlega, horfið á jólamynd eða eitthvað undir teppi, en það er ráð að yngstu iðkendur séu ekkert að æða út í reiðtúr á meðan kuldinn er svona mikill.

Takk fyrir haustönnina og gleðileg jól

Bestu kveðjur þjalfarar