Orðsending frá stjórn

Neyðarnúmer 

Nú er yfirstandandi okkar mesta vertíð ársins og í raun uppskera vetrarstarfsins þar sem m.a. ungir sem aldnir spreyta sig í keppnum, starf Félagshúss er í fullum gangi, farið er í hestaferðir og fl. og fl. Framundan eru því tímar gleði og tilhlökkunar hestamanna á mjög svo margvíslegan hátt á vel þjálfuðum gæðingum.

Okkur í stjórn Sörla er falið það verkefni að halda utan um starfið og það reynum við að gera með dyggri hjálp Diddu framkvæmdastjóra, Svafars nýs starfsmanns Sörla, Hinna yfirþjálfara, reiðkennurum af svæðinu, nefndarfólki og sjálfboðaliðum að ógleymdri Stebbu okkar sem passar að enginn verði svangur á viðburðum. Fyrir þetta erum við óendanlega þakklát og þess vel meðvituð um að án allra þessara aðila væri starfið ekkert.

Við viljum beina þeim tilmælum til félagsmanna að hringja ekki í símanúmer framkvæmdastjóra eða trufla hana í frítíma. Neyðarnúmer Sörla er 855-2919 en það númer er virkt utan hefðbundins skrifstofutíma og skal einungis nota komi upp neyðartilfelli.

Þar sem að stjórn er falið að huga vel að framkvæmdastjóra okkar og starfsmanni sem og fjármunum félagsins langar okkur að biðja alla, vinsamlega, að huga að og virða opnunartíma skrifstofu Sörla sem er alla jafna frá klukkan 8:00 til 16:00 alla virka daga. Á þessum tiltekna tíma er Didda framkvæmdastjóri viðlátin og þess utan er hún ekki í vinnu. Umsjón með Félagshúsi Sörla verður alfarið í höndum Svafars Magnússonar auk ýmissa annara starfa.

Því miður er það svo að truflun utan hefðbundins vinnutíma hefur aukist ár frá ári vegna aukinnar virkni félagsins. Öllum erindum og öllum fyrirspurnum varðandi starfsemi félagsins viljum við beina á netfangið sorli@sorli.is og mun þeim verða svarað á skrifstofutíma.

Eins og aðrir hestamenn Sörla hlökkum við vorsins með ykkur, það er margt og mikið framundan.

Með vinsamlegri kveðju,

Stjórn Sörla