Landsamband Hestamannafélaga (LH) auglýsir nú eftir umsóknum í Hæfileikamótun LH fyrir árið 2021. Allir unglingar á aldrinum 14-17 ára á árinu 2021 geta sótt um.
Í auglýsingunni stendur að með þjálfuninni verði lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því sem að farið verði í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Um sé að ræða metnaðarfullan undirbúning fyrir knapa sem hafa það að markmiði að komast í U-21 árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til.
Stjórn og framkvæmdastjóri Sörla hafa ákveðið að styrkja okkar frábæru unglinga í Sörla sem áhuga hafa á að taka þátt í hæfileikamótuninni. Okkur langar því að hvetja okkar frábæru og duglegu unglinga til þess að sækja um og komist þeir að veitir Sörli hverjum unglingi hlutfall af þátttökugjaldi í styrk til þátttökunnar. Sörli setur það sem skilyrði fyrir styrkveitingu að viðkomandi þátttakandi ljúki námskeiði og keppi fyrir Hestamannafélagið Sörla á keppnisárinu 2021.
Meðfylgjandi er linkur á auglýsingu og umsóknareyðublað LH