Á Árs- og Uppskeruhátíð Sörla dagana 14. og 15. nóvember verða veittar viðurkenningar fyrir keppnisárangur og kynbótahross félagsmanna.
Átt þú eða ræktaðir þú hross sem var sýnt í kynbótadómi árið 2025?
Við viljum hvetja ræktendur til að senda inn upplýsingar um hrossin og mynd á netfangið arangur@sorli.is í síðasta lagi 2. nóvember.
Kynbótanefnd Sörla verðlaunar ræktendur hæst dæmdu hrossanna í hverjum flokki
Kynbótahross
Veitt verða verðlaun fyrir:
Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktað af Sörlafélaga 4. vetra.
Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 5. vetra.
Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 6. vetra.
Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 7. vetra og eldri.
Einnig verða veitt verðlaun fyrir hæst dæmda hross í kynbótadómi á árinu 2025 ræktuðu af Sörlafélaga og hæst dæmda hross í eigu Sörlafélaga á árinu 2025.
Tökum þátt og sendum inn árangur ársins.
Áfram Sörli.