Rafræn Árs- og uppskeruhátið Sörlafólks

 

Var haldin síðastliðna helgi og er það mál manna að vel hafi tekist til og flestir ef ekki allir hafi skemmt sér ágætlega heima í stofu í sinni hesthúsa- eða fjölskyldukúlu, þetta var frumraun okkar í rafrænum skemmtunum og erum við sem stóðum að þessu ánægð með hvernig til tókst og virkilega gaman að heyra að félagsmenn okkar hafi haft gaman af.

Við vonum þó sannarlega að við getum að ári haldið skemmtun þar sem við getum komið saman og glaðst yfir árangri okkar og okkar fólks.

Verðlaunahátíðin sjálf var tekin upp og veitti afreksfólk okkar verðlaunum viðtöku, það var Hafdal sem sá um upptökurnar og streymið af viðburðinum.

Eftirtalin verðlaun voru veitt á hátíðinni, fyrir árangur ársins 2020:

Íþróttakarl Sörla - Snorri Dal
Íþóttakona Sörla - Hanna Rún Ingibergsdóttir

Knapi Sörla í áhugamannaflokki - Kristín Ingólfsdóttir
Knapi Sörla í ungmennaflokki - Katla Sif Snorradóttir 2. verðlaun ungmannaflokki - Annabella R Sigurðardóttir 3. verðlaun ungmenna - Aníta Rós Róbertsdóttir

Knapi Sörla í unglingaflokki - Sara Dís Snorradóttir 2. verðlaun unglingaflokki - Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir 3. verðlaun unglingaflokki - Júlía Björg Knudsen

Knapi Sörla í barnaflokki - Kolbrún Sif Sindradóttir 2. verðlaun barnaflokki - Bjarndís Rut Ragnarsdóttir 3. verðlaun barnaflokki - Ögn H. Kristín Guðmundsdóttir

Efnilegast ungmennið - Katla Sif Snorradóttir

Áhugasamasti einstaklingurinn í yngri flokkum - Hera Mist Halldórsdóttir

Nefndarbikarinn - Æskulýðsnefnd - Dagbjört Hulda Guðbjörnsdóttir formaður æskulýðsnefndar.

Umhverfisverðlaun - 500 línan í Hlíðarþúfum - Tveir fulltrúar tóku við verðlaununum fyrir hönd eiganda húsanna, þau Valka Jónsdóttir og Jóhann Sigurður Ólafsson.

Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktað af Sörlafélaga 4. vetra - List frá Efsta-Seli, IS2016286644, aðaleinkunn 8,28, ræktandi Daníel Jónsson. Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 5. vetra - Dimma frá Efsta-Seli, IS2015286644, aðaleinkunn 8,37, ræktandi Daníel Jónsson. Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 6. vetra - Mirra frá Tjarnastöðum, IS2014282844, aðaleinkunn 8,51, ræktandi Guðlaugur Adolfsson. Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 7. vetra og eldri - Hrönn frá Ragnheiðarstöðum, IS2013282572, aðaleinkunn 8,59, ræktandi Helgi Jón Harðarson.

Hæst dæmda hross í kynbótadómi ræktuðu af Sörlafélaga - Hryssan Hrönn frá Ragnheiðarstöðum ræktandi Helgi Jón Harðarsson. Hæðst dæmda hross í kynbótadómi í eigu Sörlafélaga - Hesturinn Glampi frá Kjarrhólum eigendur Lóa Dagmar Smáradóttir og Daníel Jónsson.

Óskum við þeim öllum innilega til hamingju með árangurinn.

Neðst niðri á síðunni má finna viðtal við Íþróttakarl og Íþróttakonu Sörla.