Ræktun - Árangursverðlaun Sörla árið 2023

Árangursverðlaun fyrir ræktun 

Á árs- og uppskeruhátíðum Sörla veitum við alltaf verðlaun.

Á  Árs- og Uppskeruhátíð Sörla dagana 17. - 18. nóv verða veittar viðurkenningar fyrir keppnisárangur og kynbótahross félagsmanna.

Átt þú eða ræktaðir þú hross sem var sýnt í kynbótadómi árið 2023??

Kynbótanefnd Sörla verðlaunar ræktendur hæst dæmdu hrossanna í hverjum flokki

Kynbótahross

Veitt verða verðlaun fyrir:

  • Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktað af Sörlafélaga 4. vetra.

  • Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 5. vetra.

  • Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 6. vetra.

  • Hæst dæmda kynbótahross í fullnaðardóm ræktuð af Sörlafélaga 7. vetra og eldri.
     

Einnig verða veitt verðlaun fyrir hæst dæmda hross í kynbótadómi á árinu 2023 ræktuðu af Sörlafélaga og hæst dæmda hross í eigu Sörlafélaga á árinu 2023.

Tökum þátt og sendum inn árangur ársins.

Áfram Sörli.