Rauði þráðurinn - Helgarnámskeið

Dagana 11.-12. febrúar 

Hinrik Þór Sigurðsson reiðkennari og yfirþjálfari Hestamannafélagsins Sörla, verður með helgarnámskeið 11.-12. febrúar.

Á námskeiðinu fer Hinni yfir hornsteinana við þjálfun hesta á öllum stigum og vinnur einstaklingsmiðið með hverjum knapa og hesti fyrir sig.

Hann gefur hverjum knapa skýr og góð verkfæri að vinna með við þjálfun og hjálpar knapanum við að skipuleggja vetrarþjálfunina út frá sinni stöðu.

Markmiðið er að byggja þjálfun hests og knapa á góðum grunni og gefa knöpum á öllum stigum innsýn í það hvernig þjálfunarferlið virkar og þróast út frá forsendum hestsins.

Hver knapi ríður tvo reiðtíma á laugardegi, 2 knapar saman í einu og einn einkatíma á sunnudegi.

Bóklegur tími í hádegi á laugardeginum.

Verð 29.000 kr.

Lágmarksfjöldi á námskeiðið er 10 og hámark 12 þátttakendur.

Opnað verður fyrir skáningu á föstudaginn 27. jan kl 8:00

Skráð verður á námskeiðið í gegnum Sportabler kerfið, þeir sem ætla að skrá sig verða að stofna eigin Sportabler aðgang.

Til að stofna aðgang þá:
https://sportabler.com/shop/sorli/

Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli veljið námskeiðið og gangið frá skráningu.