Í dag er runninn upp sá dagur sem margir hafa beðið eftir því nú má byrja að nota nýja reiðhallargólfið.
Búið er að opna fyrir alla þá sem voru með virka lykla og höfðu greitt fyrir aðgang.
Þeir sem höfðu einungis greitt fyrir lykilinn sjálfan t.d unglingar, ungmenni (fengu lykil með félagsgjöldum) öryrkjar og 67 ára og eldri eru ekki með virka aðganga nema þeir sem uppfærðu B-lykla A-lykla og greiddu fyrir.
Nýtt aðgangskerfi styðst við Mobile aðgang - þannig að gsm símar eru bornir upp að lesurum við hurðir.
Allir þeir sem voru með virka lykla eiga að vera búnir að fá tölvupóst frá HIDOrigo, efni: Your HID Mobile Access Invitation code, þeir sem ekki hafa fengið póstinn athugið rusl og spam pósthólfin. Vinsamlegast opnið póstana sem fyrst og virkið símana ykkar, því kóðinn í póstinum virkar í 4 daga. Ýtarlegar leiðbeiningar eru í póstinum um hvernig símar eru virkjaðir.
Battavinna er í fullum gangi í minni höllinni og því má búast við allskyns hljóðum í skrúfvélum og sögum ofl. yfir daginn en þeir hætta að vinna kl 16:00 og þá er rólegt í húsinu. Battavinnu líkur í síðastalagi föstudaginn 3. okt.
Vinsamlegast kynnið ykkur vel nýjar reglur reiðhallanna.
Tvær nýjar reglur eru mjög mikilvægar en þær eru:
Knapar verða að hreinsa skít úr hófum hesta sinna áður en teymt er inn á reiðgólf.
Knapar skulu hirða skít upp eftir sinn hest um leið og hann skítur.
Það eru hófkrökur hangandi á vegg á knapasvæðinu fyrir alla að nota.
Við verðum öll að temja okkur gríðarlega góða umgengni og bera virðingu fyrir okkar nýju frábæru aðstöðu.