Reiðhallalyklar

Lykilatriði 

Af gefnu tilefni langar stjórn og framkvæmdastjóra að biðja alla sem nota reiðhöllina að setja reiðhallarlykilinn sinn upp að nemanum fyrir utan reiðhallardyrnar áður en að gengið er inn í höllina.

Í reglum fèlagsins um notkun reiðhallarlykla stendur að óheimilt sè að nota aðra lykla en skráðir eru á þá. Fjölskylda með sama heimilisfang og eða sameiginleg rekstrareining atvinnumanna þarf að kaupa að lágmarki 2 aðganga ef fleiri en einn notar höllina. Börn yngri en 17 ára og ellilífeyrisþegar greiða ekki fyrir aðganginn heldur einungis fyrir lykilinn/plötuna. 18-21 árs fá aðganginn sinn innifalinn í fèlagsgjöldum og greiða því einungis fyrir lykilinn/plötuna.

Allir lyklar skulu vera skráðir á nafn. Hægt er að fá aukalykla á nafni fyrir þá sem tilheyra sömu rekstrareiningu eða fjölskyldu (sem talað er um hér að ofan).

Tökum höndum saman og virðum allar reglur varðandi reiðhöllina. Það er okkur til framdráttar, bæði hvað varðar jafnræði og endurnýjun á sliti hennar. Þetta er einnig mikilvægt vegna sóttvarna.

Með fyrirfram þökk fyrir tillitsemina,
Stjórn og framkvæmdastjóri.