Mjög margir félagsmenn eru búnir að taka inn hesta sína og knöpum og hestum fjölgar sífelt á reiðvegunum okkar.
Gríðarlegt myrkur er búið að vera núna í svartasta skammdeginu og dagsbirtan stendur stutt yfir.
Af gefnu tilefni viljum við biðja alla sem aka um hverfin að virða 15 km hámarkshraða.
Knapa viljum við biðja um að vera sýnilegri með almennileg endurskinsmerki eða í gulum endurskinsvestum.
Einnig viljum við benda á það að vegstubburinn sem tengir Sörlaskeið og Fluguskeið saman er ekki akvegur, þetta er eingöngu reiðleið, leiðin er merkt rauð á myndinni hér að ofan.