Reiðmennskuæfingar Sörla - Haust 2022

Nú byrjar ballið 

Reiðhöll Hestamannfélagsins Sörla
Á æfingu í Reiðhöllinni

Reiðmennskuæfingar yngri flokka hefjast 22. september og reiðmennskuæfingar fullorðinna hefjast 17. október. Búið er að opna fyrir skráningu.

Um er að ræða skipulagða kennslu fyrir félagsmenn í hestamannafélaginu Sörla, sem nær yfir allt tímabilið, haustönn og vorönn.

Reiðmennskuæfingar yngri flokka

Nú er æfingatímabilið að hefjast og við opnum fyrir skráningu á Reiðmennskuæfingar yngri flokka.

Það er heilmikið framundan í æfingunum og starfið að vaxa alveg á fullri ferð.

Æfingarnar samanstanda af bóklegri og verklegri kennslu ásamt opnum verklegum æfingum með aðstoð þjálfara.

Starfið hefst nú í lok september með bóklegum tíma, léttum æfingum án hests og skemmtilegri samveru.

Haustönnin stendur frá 22. september-15. desember

Vorönn hefst 9. janúar-13. apríl (skráning hefst í desember)

Svo í október hefjast svo reiðtímar á eigin hesti, svo það er gott fyrir þátttakendur að byrja að huga að því að vera klár með hesta sína á fyrstu vikum októbermánaðar.

Stefnt er á fyrstu verklegu reiðtíma 10. október.

Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru á mánudögum, opin æfing í reiðhöll með leiðsögn þjálfara á fimmtudögum 4 skipti yfir önnina,  og bóklegur tími á fimmtudögum 4 skipti yfir önnina.

Annarlok á haustönn eru fimmtudaginn 15. desember.

Haustönnin samanstendur því af 14 verklegum reiðtímum (12 á hesti, fyrstu tveir eru hestlausir) , 4 bóklegum tímum og 4 opnum æfingum með þjálfara.  Alls 22 skipti.

Vegna breytinga á fyrirkomulaginu frá fyrra ári (fækkun bóklegra tíma og fjölgun verklegra þjálfunarstunda) að allir iðkendur skrái sig á æfingarnar, og svo er skipt niður á hópa og kennara eftir markmiðum. Siggi Ævars heldur áfram með áhugahvetjandi þjálfun fyrir gaurana okkar, Anna BJörk og Ástríður skipta með sér hópum og Hinrik verður með yfirumsjón yfir bóklegri kennslu, opnum tímum og fleira.

Verð á haustönn 60.000 kr.

Þjálfarar eru:
Ástríður Magnúsdóttir
Anna Björk Ólafsdóttir
Sigurður Emil Ævarsson
Hinrik Þór Sigurðsson

Kynningarfundur á starfinu verður haldinn um miðjan september áður en æfingar hefjast.

Búið er að opna fyrir skráningu á æfingarnar fyrir yngri iðkendur félagsins, í gegnum Sportabler kerfið.

Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:

https://sportabler.com/shop/sorli/


Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Eftir að búið er að stofna sinn eigin aðgang þá er aftur farið inn á sportabler.com/shop/sorli valið námskeið fyrir iðkendur, hægt er að skipta greiðslum og nýta frístundastyrk.

Reiðmennskuæfingar fullorðinna

Hefjast mánudaginn 17. október og haustönnin stendur til 16. desember.

Vorönn hefst 9. janúar og stendur til 14. apríl.

Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru einu sinni í viku og bóklegur tími á fimmtudögum 6 skipti yfir veturinn.

Reiðmennskuæfingar fullorðinna eiga tíma í reiðhöllinni á mánudagskvöldum, miðvikudagskvöldum, fyrir hádegi á miðvikudögum og föstudögum, og því ættu flestir áhugasamir að geta fundið æfingatíma við hæfi.

Á haustönn eru 9 verklegir reiðtímar og 3 bóklegir tímar.

Vorönn eru 14 verklegir reiðtímar og 3 bóklegir tímar.

Verð: 105.000 kr

Kennarar í reiðmennskuæfingum fullorðinna eru:

Hinrik Þór Sigurðsson yfirþjálfari
Snorri Dal
Anna Björk Ólafsdóttir

Reiðmennskuæfingar fullorðinna eru frábært verkfæri fyrir áhugasama knapa til þess að þjálfa skipulega yfir allt tímabilið með leiðsögn reyndra þjálfara og kennara.

Þeir knapar sem voru á æfingum á síðustu tveimur árum hafa færi á að halda áfram að byggja ofan á kunnáttu sína og færni, með áframhaldi í þeirri línu sem sett hefur verið, og nýjir iðkendur verða saman í hópum og verkefnum til þess að tryggja góða samfellu fyrir alla iðkendur.

Fyrstu 30 sem skrá sig komast á æfingar, hinir fara á biðlista.

Hér er hægt að skrá á æfingar: Reiðmennskuæfingar fullorðinna.


Öllum reiðkennurum á Sörlasvæðinu var boðið að taka þátt í kennslu hjá félaginu og allir þeir sem óskuðu eftir því að vera með eru ýmist að kenna á Reiðmennskuæfingum yngri flokka og fullorðinna og í Knapamerkjanámskeiðum 2,3 og 4.

Allir kennarar sem koma að æfingunum eru menntaðir reiðkennarar eða hafa viðurkennda þjálfaramenntun ÍSÍ.