Reiðmennskuæfingar yngri flokka hefjast 22. september

Styttist í æfingar 

Nú styttist í að reiðmennskuæfingar yngri flokka fari að hefjast að nýju.

Fyrstu vikurnar verða undirbúningur, hreyfi og jafnvægisæfingar og skemmtilegheit og svo hefjast verklegir reiðtímar á hesti í október.

Skráning er á fullum gangi gegnum Sportabler og við þjálfarar orðin verulega spennt að hitta krakkana og byrja aftur eftir sumarfríið.

Það er spennandi og skemmtilegur vetur framundan þar við byggjum ofan á það flotta starf sem unnið var síðasta vetur, og við bjóðum auðvitað nýja iðkendur hjartanlega velkomna inn í starfið.

Á liðnu tímabili vakti Sörli mikla athygli til dæmis á Landsmóti hestamanna fyrir gríðalega þétta liðsheild og góða stemningu svo athygli vakti hjá öðrum félögum.
Það er einmitt það sem þýðir að vera Sörlafélagi, að vera hluti af liðsheildinni, kynnast og iðka hestamennsku saman í faglegu, hvetjandi og skemmtilegu umhverfi.

Skráning gegnum Sportabler, frekari upplýsingar hjá sorli.is eða hjá yfirþjálfara Hinrik Sigurðsson á hinriksigurdsson@gmail.com eða í síma 6959770.

Sörli íþrótt-lífstíll
Á myndinni er ungmenni úr Sörla á góðri stundu á Landsmóti.