Reiðnámskeið - Ásta Kara - Reiðhöll Félagshúss

4 vikna námskeið 

4 vikna reiðnámskeið hefst fimmtudaginn 17. febrúar 2022.

Kennt verður í 30 mín. einkatímum frá kl. 18:00 til 22:00 í litlu reiðhöllinni í Félagshesthúsinu, við Sörlaskeið 24.

Kennari Ásta Kara.

Kennt verður dagana 17. feb, 24. feb, 3. mars og 10.mars.

Kennari er Ásta Kara Sveinsdóttir en hún er útskrifaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Ásta Kara hefur starfað sjálfstætt í Sörla síðustu 2 vetur en fyrir það starfaði hún í 2 ár á Árbakka hjá þeim Hinriki Bragasyni og Huldu Gústafsdóttur. Ásta hefur leitað þekkingar víða en hún hefur unnið á nokkrum hestabúgörðum hér á Íslandi sem og í Ameríku og Þýskalandi.

Námskeiðsgjald 26.000 kr.

Fyrstu 8 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Námskeiðið er fullt, hægt að senda tölvupóst á sorli@sorli.is til að komast á biðlista.