Reynsluboltinn og Sörlafélaginn Atli Guðmundsson mun halda fjögurra vikna reiðnámskeið á þriðjudögum í febrúar, kennt verður í litlu reiðhöllinni í Félagshesthúsi Sörla, Sörlaskeiði 24.
Aðsókn á námskeið hjá félaginu hefur verið slík að öll námskeið fyllast um leið og þau eru auglýst, því er frábært að félaginu gefst nú kostur á að nýta litlu reiðhöllina í Félagshesthúsi Sörla einnig til kennslu á reiðnámskeiðum.
Atla þarf vart að kynna en hann hefur áratuga reynslu af keppni og kennslu í hestamennsku, hann kennir bæði hérlendis og erlendis. Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests, þar sem um er að ræða 30 mín. einkatíma. Fyrsti tíminn er þriðjudaginn 8. febrúar 2022.
Kennt verður 8. feb, 15. feb, 22. feb og 1. mars. Kennslutímar verða á milli 17:00 og 22:00.
Námskeiðsgjald er 26.000 kr.
Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.
Námskeiðið er fullt, hægt er að senda tölvupóst á sorli@sorli til að komast á biðlista.