Reiðnámskeið með Friðdóru Friðriksdóttur á þriðjudögum í mars

Námskeið í mars 

Kennsla fer fram í reiðhöllinni á þriðjudögum milli 17:00 og 21:00, kennt verður fimm þriðjudaga í mars 1, 8, 15, 22 og 29. mars

Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hest, þar sem um er að ræða 30 mín einkatíma,

Friðdóra er útskrifaður reiðkennari frá Hólum. Hún hefur kennt, tamið og þjálfað hross árum saman bæði innan lands og utan. Friðdóra hefur einnig mikla keppnisreynslu auk þess að vera með réttindi sem knapamerkjadómari og gæðingadómari.

Námskeiðsgjaldið er 37.500 kr.

Fyrstu átta sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Fullt er orðið á námskeiðið, hægt er að senda tölvupóst á sorli@sorli.is til að komast á biðlista.