Reiðnámskeið með Sindra Sig á þriðjudögum í febúrar

Fjögra vikna námskeið 

Kennsla hefst þriðjudaginn, 1. febrúar 2022 kl. 17:00 – 22:00

Sindri er Sörlafélögum að góðu kunnur Hann hefur í áratugi unnið við tamningar, þjálfun og kennslu bæði hérendis og erlendis. Auk þessa að búa yfir mikilli keppnisreynslu. 

Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests, þar sem um er að ræða 30 mín. einkatíma.

Námskeiðsgjald er 30.000 kr.

Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Það er orðið fullt á námskeiðið og kominn biðlisti, ef einhver vill bæta sér á biðlistann þá getur viðkomandi sent póst á sorli@sorli.is og óskað eftir því.