Reiðnámskeið með Snorra Dal

Námskeið í apríl 

Fjögra vikna reiðnámskeið í apríl  með Sörlafélaganum Snorra Dal

Kennsla fer fram í reiðhöllnni á þriðjudögum milli 17:00 og 22:00

Námskeiðið verður sniðið að þörfum hvers knapa og hests, þar sem um er að ræða 30 mín. einkatíma.  

Snorri Dal er menntaður reiðkennari frá háskólanum á Hólum og rekur Sportfáka í Hafnarfirði ásamt fjölskyldu sinni sem öll eru á kafi í hestamennsku. Snorri hefur áratuga reynslu af kennslu bæði hérlendis og erlendis. Hann hefur unnið B-flokk gæðinga og 150 m skeið á Landsmóti og einnig nokkra Íslandsmeistara titla.  Snorri er íþrótta-og gæðingadómari (landsdómari)

Fyrstu 10 sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Það er orðið fullt á námskeiðið, hægt að senda póst á sorli@sorli.is