Reiðmennskuæfingar Sörla - Vor 2024

Ný önn að hefjast 

Reiðmennskuæfingar yngri flokka

Gleðilegt nýtt ár, Landsmótsár.

Nú er ný önn um það bil að hefjast og við opnum fyrir skráningu fyrir nýja iðkendur - þeir iðkendur sem voru fyrir jól eru forskráðir en ganga þarf frá greiðslum sem fyrst í Sportabler.

Iðkendur sem voru í æfingunum á haustönn eru áfram skráðir þó að nýtt tímabil hefjist nú á vorönninni.

Það er heilmikið framundan í æfingunum og starfið að vaxa alveg á fullri ferð.

Æfingarnar samanstanda af bóklegri og verklegri kennslu ásamt opnum verklegum æfingum með aðstoð þjálfara.

Starfið hefst nú í næstu viku 8 janúar.

Hægt verður að bæta inn nýjum iðkendum að einhverju marki þó svo að önnin sé byrjuð en best að koma inn strax í upphafi.

Kennslan fer þannig fram að verklegar æfingar eru á mánudögum eða miðvikudögum, opin æfing í reiðhöll með leiðsögn þjálfara á fimmtudögum 4 skipti yfir önnina og bóklegur tími á fimmtudögum 4 skipti yfir önnina.

Önnin stendur til 14. apríl

Æfingargjöld fyrir vorönn eru 70.000 kr og hægt að nýta frístundastyrk og skipta greiðslum.

Búið er að opna fyrir nýskráningu á æfingarnar fyrir yngri iðkendur félagsins, í gegnum Sportabler kerfið.

Til að skrá yngri en 18 ára í Sportabler þarf að forráðamaður að stofna aðgang:

https://sportabler.com/shop/sorli/


Velja tungumál
Innskrá í Sportabler
Nýskrá 
Fylla út 
Senda

Allar frekari upplýsingar veitir yfirþjálfari Hinrik Þór Sigurðsson í netfangi hinriksigurdsson@gmail.com eða síma 695 9770

Áfram Sörli