Reiðmennskuæfingar yngri flokka

Vorönn 2021 


Nú er haustmisserið í reiðmennskuæfingum Sörla senn á enda.

Þrátt fyrir ákveðna hnökra í dagskrá vegna veirunnar skæðu og aðgerða vegna hennar hefur önnin gengið vonum framar og með samstilltu átaki tókst okkur að vinna upp heilmiklar æfingar nú á lokasprettinum í nóvember og desember.

Það var mikill hópur af nemendum sem sóttu æfingarnar í haust, og við höfum haft alveg þrælmikið gagn og gamna að haustinu með þeim.

Alls voru vel yfir 50 manns skráðir á námskeið hjá félaginu nú á haustönn, og það er fjöldi sem er framar flestum væntingum.

Þetta var í reiðmennskuæfingum yngri flokka, knapamerkjum 2 og 4 og svo reiðmennskuæfingum fullorðinna sem þó lentu verr en aðrir í lokunum vegna veirunnar og æfingabanns hjá iðkendum fæddum 2004 og fyrr,  því verður þeim æfingum frestað fram yfir áramótin.

En nú er komið að því að opna fyrir skráningu á Reiðmennskuæfingar fyrir vorið og þær hefjast af fullum krafti mánudaginn 18 janúar og standa fram í lok apríl.

Þær verða með sama sniði og verið hefur í haust, það er að segja knapar ríða einn verklegan tíma í viku og eru með einn bóklegan/hreyfingu.

Aldursskipting er í kennslunni og við leggjum áherslu á að allir knapar komist í hópa við hæfi.

Áfram er lögð áhersla á að kynna grunngildi góðrar þjálfunar knapa og hesta þar sem nemendur öðlast kunnáttu og færni í helstu fimiæfingum, og þjálfun gangtegunda.

Við tökum nokkra tíma þar sem lögð er áhersla á vinnu við hendi og hringtaumsvinnu, og svo í bóklega hlutanum er haldið áfram í bóklegri reiðmennsku, fóðrun og hirðing, heilsufræði og atferlisfræði.

Verð 70.000 kr.

Skráning fer fram gegnum Nórakerfið eins og áður - ibh.felog.is 

Við hvetjum alla áhugasama iðkendur í yngri flokkum til þess að skrá sig og taka þátt í spennandi starfi okkar í vetur.

Endilega hafið samband og fáið upplýsingar hjá Hinna yfirþjálfara

Sími 6959770

Netfang: hinriksigurdsson@gmail.com

Bestu kveðjur Yfirþjálfari