Reiðnámskeið með Ingu Maríu

 

Sex vikna reiðnámskeið hefst þriðjudaginn 16. febrúar. Kennt verður í 30 mín. einkatímum frá kl. 16:00 til 21:00.

Kennari Inga María S. Jónínudóttir

Inga María er skagfirðingur og hefur undanfarin ár kennt við háskólann á Hólum. Inga María hefur margra ára reynslu af kennslu og tamningum. Hún hefur kennt bæði hérlendis og erlendis. Því er það mikill happafengur fyrir félagið að fá hana til að vera með námskeið hjá okkur.

Námskeiðsgjald: 44.800 kr.

Fyrstu tíu sem skrá sig komast á námskeiðið, hinir fara á biðlista.

Uppfært:
Það er orðið fullt og fjórir komnir á biðlista.