Ríðandi umferð bönnuð!

Kvartanir 

Kæru félagsmenn enn berst okkur kvartanir um að knapar séu að fara stíga og slóða sem eru merktir að ríðandi umferð sé bönnuð.

Vinsamlegst virðið þessar lokanir og haldið ykkur við stíga sem má fara um á hestum.

Við verðum alltaf virkilega ósátt þegar við mætum hjólandi og gangandi vegfarendum á stígum sem eru merktir okkur, göngustígarnir í skógræktinni eru ekki byggðir upp fyrir 350-450 kg hesta + knapa og eyðileggjast því ef um þá er farið.