Sértilboð fyrir hestamannafélagið Sörla

Vörur frá Hrímni 

Í samstarfi við hestavöru- og reiðfataframleiðandann Hrímni, bjóðum við upp á að panta ýmsan sérframleiddan fatnað merktan Sörla.

Nýir keppnisjakkar, merktir okkar frábæra félagi Sörla, eru loksins að verða að veruleika. Jakkarnir verða dökkbláir (navyblue) og úr vönduðu efni með fallegu og klæðilegu sniði að hætti Hrímnis.

Þriðjudaginn 30. janúar bjóðum við upp á mátunardag í salnum í reiðhöll okkar frá kl. 17 til 19:45, en þá koma fulltrúar Hrímnis með allar stærðir af þeim fatnaði sem í boði eru svo hægt sé að velja rétta stærð. Í framhaldi af mátun verður svo sýnikennsla í reiðhöllinni með Jóhönnu Margréti Snorradóttur tvöföldum heimsmeistara.

Heklujakkarnir verða að auki merktir LM2024 til stuðnings liði Sörla á Landsmóti ársins. Hægt verður að dreifa greiðslum í allt að fjórar greiðslur.

Við skorum á allt Sörlafólk að kaupa vindjakkana Heklu merkta með nafni og LM2024 til að styðja við bakið á keppendum og liði Sörla. Við erum Sörli og ætlum að sýna það í brekkunni eins og síðast þegar við fengum lof fyrir að vera harðasta stuðningsliðið í brekkunni að hvetja okkar fólk. Að auki eru Heklujakkarnir vind- og vatnsheldir þannig að þeir henta sérlega vel í hestaferðirnar, á reiðgöturnar og í raun hvar sem er. Heklujakkarnir koma allt niður í XXS og ættu því að passa á þau yngstu sem fara á Landsmót. Við verðum einnig með barnajakkana, fyrir þau allra minnstu, sem hafa verið í boði undanfarin ár.

Keppendur athugið:
Við ætlum að hafa þann háttinn á að þeir keppendur í barnaflokki, unglingaflokki og ungmennaflokki sem keppa á Landsmóti fyrir hönd Sörla fá Heklujakkann sinn endurgreiddan þegar ljóst er hverjir það eru. Allir sem stefna á Landsmót ættu því að koma og fá sér Heklujakka því að þessu sinni verður ekki í boði að panta þá í vor, þetta er því eina tækifærið til að nálgast LM jakka.

Hvetjum við alla félagsmenn að nýta tækifærið til að fá sér vandaðan og flottan fatnað á þessum sérkjörum.

Verum stolt, flottust, sýnileg og stöndum saman !!!

Við mætum svo öll á Landsmót í sumar vel merkt okkar félagi og styðjum okkar fólk.  ;-)

Áfram Sörli