SETNING ÍSLANDSMÓTS BARNA OG UNGLINGA - FYRSTA SKÓFLUSTUNGA AÐ NÝRRI REIÐHÖLL

Setning móts og skóflustunga 

Kæru Sörlafélagar

Þessa dagana fer fram Ísandsmót barna og unglinga á félagssvæði hestmannafélagsins Sörla.

Laugardaginn 17. júlí kl. 13:10 fer fram formleg setning mótsins.

Þá verður líka langþráð stund fyrir alla Sörlafélaga þegar við tökum fyrstu skóflustunguna að nýrri reiðhöll ásamt fulltrúum Hafnafjarðarbæjar. Er nokkuð betra tækifæri til slíkra verka en á Íslandsmóti barna og unglinga.

Sörli bíður öllum upp á grillaðar pylsur og tilheyrandi að setningu lokinni.

Þetta er hátíðarstund og stór áfangi í sögu félagsins og íþróttauppbyggingar í Hafnafjarðarbæ.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Stjórn og framkvæmdastjóri