Sjö Sörlastúlkur í Hæfileikamótun LH

Góðar fréttir 

Nú á haustmánuðum auglýsti Landsamband Hestamanna eftir unglingum á aldrinum 14-17 ára til að taka þátt í hæfileikamótun LH. Hæfileikamótun LH er fyrir unga og metnaðarfulla knapa sem hafa áhuga á bæta sig og hestinn sinn. Í þjálfuninni er lögð áhersla á að bæta og auka skilning á líkamsbeitingu knapa og samspili knapa og hests ásamt því að farið er í hugræna þætti eins og markmiðasetningu, sjálfstraust og hugarfar. Hæfileikamótun er góður undirbúningur fyrir knapa sem hafa að markmiði að komast í U-21árs landslið í hestaíþróttum þegar þeir hafa aldur til. Hópar verða starfræktir um um allt land til þess að ungir knapar víðsvegar um landið fái tækifæri til að taka þátt.

Í fyrra var aðeins ein stúlka hún Sara Dís Snorradóttir í hæfileikamótun LH. Í ár eru það sjö Sörlastúlkur sem að komust í hópinn.

Þær eru:

Fanndís Helgadóttir
Ingunn Rán Sigurðardóttir
Júlía Björg Knudsen
Kolbrún Sif Sindradóttir
Salóme Kristín Haraldsdóttir
Sara Dís Snorradóttir
Snæfríður Ásta Jónasdóttir

Við erum svo gríðarlega stolt og ánægð með þessar stúlkur okkar. Þetta einstakt tækifæri fyrir þær til að eflast og styrkjast í sinni frábæru íþrótt sem þær stunda allar af miklu kappi. Það verður spennandi að fylgjast með þessum efnilegu knöpum næstu árin.


Áfram Sörli. Áfram krakkar !!!!