Hér er dagskrá fyrir komandi laugardag.
En þá verða riðin úrslit í öllum flokkum, pollar spreyta sig á vellinum sem og að riðið verður 100m skeið
Athugið að dagskráin er með breyttu sniði frá því sem áður hefur verið. Það er gert til að koma til móts við keppendur sem eru að keppa þennan dag á öðrum mótum.
Úrslit
9:00 – Opinn flokkur
9:30 – Heldrimenn/konur
10:00 – Karlar 1
10:30 – Konur 1
11:00 – Konur 2
11:30 – Karlar 2
12:00 – Pollaflokkur
12:30 – Matarhlé
13:30 – Byrjandaflokkur
14:00 – Barnaflokkur – minna vanir
14:30 – Barnaflokkur – meira vanir
15:00 – Unglingaflokkur – minna vanir
15:30 – Unglingaflokkur – meira vanir
16:00 – Ungmennaflokkur – minna vanir
16:30 – Ungmennaflokkur – meira vanir
17:00 – 100 m skeið
Lokahóf hefst kl 18:00 upp á Sörlastöðum
Hér eru leiðbeiningar fyrir þá keppendur sem eru að ríða úrslit á morgun:
Fyrirkomulag úrslita á hringvelli
Barnaflokkar:
- Riðið er eftir þul.
- Sýna skal:
1. tölt eða brokk
2. Knapar safnast saman og sýnir einn knapi í einu. Stökk eða fet.
- Riðnar tvær umferðir.
- Tvær hæstu gangtegundir gilda
Unglingaflokkur minna vön:
- Riðið er eftir þul.
- Sýnt skal:
1. Tölt
2. Brokk
3. Knapar safnast saman og sýnir einn knapi í einu. Sýna skal stökk eða skeið eða fet.
- Riðnar tvær umferðir.
- Þrjár hæstu gangtegundir gilda
Fyrirkomulag úrslita á beinni braut
- Þulur kallar knapa í braut
- Riðnar eru fjórar ferðir og sýna skal þrjár til fjórar gangtegundir og reiknast þrjár hæstu gangtegundir gilda
- Knapar sem ætla að sýna stökk eru beðnir um að hinkra með að ríða af stað þar til knapi á undan er kominn úr dómi.
Afskráningar skulu berast á motanefnd@sorli.is að minnsta kosti klukkustund áður en knapi á að ríða í braut.