Skírdagshappdrætti Sörla 2023

Allir styrkja okkar frábæra starf og kaupa miða 

Okkar árlega og glæsilega Skírdagshappdrætti hjá Hestamannafélaginu Sörla verður að sjálfsögðu í ár, frá þvi að við byrjuðum með happdrættið hefur það verið okkar helsta fjáröflun.

Nú geta félagsmenn og aðrir velunnarar Sörla farið að láta sér hlakka til að kaupa miða því miði er möguleiki, en við byrjum að selja miða í Skírdagskaffinu.

Vinningarnir eru stórglæsilegir að vanda og vinningaskráin kemur á vefinn á miðvikudaginn 5. apríl, daginn fyrir skírdag.