Skírdagshappdrætti Sörla 2023 - Vinningaskrá

Allir að kaupa miða 

Hér kemur vinningsskrá fyrir Skírdagshappdrætti Sörla árið 2023.

Þetta er okkar árlega fjáröflun og vonumst við til þess að félagsmenn og velunnarar félagsins kaupi sér allir miða því miði er möguleiki.

Miðasala hefst á morgun í Skírdagskaffinu, en einnig er hægt að senda póst á netfangið sorli@sorli.is og óska eftir miðum, vinsamlegast skrifið nafn, kennitölu, gsm númer og fjölda miða, við sendum til baka mynd af miðunum ykkar og stofnum kröfu í heimabanka fyrir miðunum.

Vinningarnir eru stórglæsilegir að vanda, fullt af folatollum undir glæsilega hesta og ýmsir aðrir flottir vinningar sem allir vilja.

Við munum einnig verða með frekari kynningu á stóðhestunum og styrktaraðilum næstu daga þannig að þið skulið fylgjast vel með.

Áfram Sörli.