Skírteina afhending

Knapamerki 

Í gær var skírteina afhending fyrir þá sem luku knapamerkjum 1, 3 og 4 síðastliðinn vetur, en það voru samtals 16 nemendur.

Þeir nemendur sem voru með hæstu aðaleinkunn úr samanlögðu bóklegu og verklegu á hverju stigi fengu einnig sér viðurkenningu fyrir góðan árangur.

  1. Dagur Sölvi Ólafsson var með hæstu samanlögðu einkunnina í Knapamerki 1 - 9,7
  2. Kolbrún Sif Sindradóttir var með hæstu samanlögðu einkunnina í Knapamerki 3 - 9,4 sem er jafnframt hæðsta einkunn sem hefur verið gefin hjá Sörla fyrir Knapamerki 3.
  3. Auður Ásbjörnsdóttir var með hæstu samanlögðu einkunnina í Knapamerki 4 - 8,6

Óskum við öllum þessum knöpum innilega til hamingju með árangurinn.

Kennarar knapamerkja síðastliðinn vetur voru þær Friðdóra Friðriksdóttir og Ásta Kara.

Glæsilegur hópur
Annar glæsilegur hópur
Enn annar glæsilegur hópur