Skóflustunga tekin af nýrri reiðhöll Hestamannafélagsins Sörla

Í dag 17. júlí 2021 var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri reiðhöll Sörla 

Í dag 17. júlí 2021 var tekin fyrsta skóflustunga að nýrri reiðhöll Sörla. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnafjarðarbæjar ásamt Guðbirni Svavari Kristjánssyni og Viktoríu Huld Hannesdóttur sameinuðu krafta sína og gerðu það af myndarskap. Nú eru spennandi tímar að hefjast. Lokahönnun reiðhallarinnar ásamt þjónustumannvirki stendur yfir og að því búnu verður verkið auglýst og boðið út. Sannarlega frábær dagur og merkur áfangi í sögu Hestamannafélagsins Sörla.

Við Sörlafélagar erum þakklát því góða fólki sem komið hefur að löngu og ströngu ferli við undirbúning þessa og bæjaryfirvöldum fyrir stuðninginn við uppbyggingu á félagssvæði okkar.

Nú er bara að bretta upp ermarnar og setja sig í framkvæmdagírinn.

Áfram Sörli