Skógræktarreitur - Nafnasamkeppni

Okkar reitur 

Skógræktarlundur
Skógræktarlundurinn okkar

Hestamannafélaginu Sörla hefur verið úthlutað tveimur reitum í upplandi Hafnarfjarðar til skógræktar í samvinnu við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar.

Við þekkjum öll hvað skógurinn hér í kringum okkur hefur lífgað upp á umhverfið okkar og veitir okkur skjól á hvössum dögum. Það gustar stundum af hestamönnum og skógræktarmönnum þegar þeir ræða saman. Staðreyndin er hins vegar sú að sambúðin hér í upplandinu hefur reynst báðum aðilum vel. Þið munið eftir öllum grænu hólunum hér við hin ýmsu útskot á vegunum í upplandinu, hrossataðshrúgur sem sturtað var þar meðan skógræktarfólk var að planta trjám í nágrenninu. Hrossatað er auðvitað frábær áburður. Samvinna og skilningur er það sem þarf, til að eiga uppbyggjandi samstarf við okkar góðu granna í skógræktinni.

Sörla ætlar að láta hendur standa fram úr ermum og planta í reitina sína og gera þar fagran skógarlund. Af því tilefni efnum við til samkeppni um nafn á skógarreit Sörla. Til stendur svo að boða alla sem vilja til sérstaks dags þar sem við veitum vegleg verðlaun fyrir bestu tillöguna og tilkynnum vinningshafann og nafnið.

Tillögum á að skila inn á sorli@sorli.is fyrir 25. maí

Áfram Sörli

Atli