Skráning í hagabeit í Krýsuvík 2023

Krýsuvík 

Byrjað er að taka við skráningum fyrir hross í Krýsuvík sumarið og haustið 2023.

Hagabeitin sjálf opnar síðan 15. júní n.k. Einungis er pláss fyrir 80 hross í Krýsuvík, svo fyrstur kemur fyrstur fær. Umsóknir berist á netfang Krýsuvíkurnefndar: krysuvikurnefnd@sorli.is Þar þarf að koma fram: Eigandi/greiðandi, heiti hrossa, litur og örmerkinga númer. Einnig er í lagi að hross séu frostmerkt.

Sleppitúrinn verður auglýstur þegar nær dregur.

Fyrir frekari upplýsingar má hringja í Bjarney í síma 847 1094.

Hagabeitargjald
Hagabeitargjaldið er 3000 kr. fyrir hross á mánuði, greiða þarf fyrir hrossin við skráningu, fyrir fyrra tímabilið eða í þrjá mánuði. Fyrir 15. sept þurfum við að vera komin með upplýsingar um það hvort hross eigi að vera út tímabilið því þá þarf að greiða fyrir seinni 3 mánuðina, ekki er endurgreitt ef hross eru tekin fyrr. Aðeins skuldlausir félagsmenn í Sörla geta sent hross sín hagann í Krýsuvík.

Tímabilið
Hagabeitartímabilið er frá 15. júní til 15. desember. Allt undir þeim anmarka að hagi og tíðarfar leyfi.

Hagabeitarskilmálar
Eftirfarandi skilmála þarf að samþykkja. Hestamannafélagið Sörli áskilur sér allan rétt til að breyta tímabili hagabeitarinnar vegna ófyrirsjáanlegra orsaka svo sem veðurfars eða beitarþols svæðisins.

Hestamannafélagið Sörli ber ekki ábyrgð að neinu leiti á hrossum sem eru í hagabeit í Krýsuvík.

Öll hross sem eru í hagabeit í Krýsuvík verða að vera örmerkt eða frostmerkt.  Einnig þarf að klippa vinstra megin í bakið bókstafinn S og líma ákveðinn lit af límbandi vinstra megin í faxið, eigendur hrossa fá frekari upplýsingar um liti þegar hrossin eru skráð.

Krýsuvíkurnefnd óskar einnig eftir fleirum í nefndina, en þar er boðið uppá skemmtilega girðingavinnu í góðum félagsskap og nefndarmenn greiða ekki fyrir sumar og haustbeit fyrir hesta sína.

Krýsuvíkurnefnd