Gæðingamót Sörla - opið mót

Á Hraunhamarsvelli 

Gæðingamót Sörla - opið mót fer fram dagana 1. - 4. júní næstkomandi á Hraunhamarsvellinum við Sörlastaði.

Keppendur vinsamlegst athugið að framkvæmdir eru við keppnissvæðið okkar út byggingu nýrrar reiðhallar.

Skráning er hafin og líkur 28. maí á miðnætti.

Skráningargjald í gæðingakeppnina er 6500 kr en fyrir börn og unglinga 5000 kr.
Skeið 5000 kr.
Gæðingatölt 6500 kr.

Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt.
Athugið: Ef keppendur óska eftir að skrá eftir að skráningarfresti lýkur er greitt tvöfalt skráningargjald. Ekki er hægt að bæta við skráningum eftir að ráslistar hafa verið birtir.
Athugið: Allar afskáningar verður að senda á motanefnd@sorli.is

Boðið verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga opinn
A-flokk gæðinga áhugamenn
A-flokk ungmenna
B-flokk gæðinga opinn
B- flokk gæðinga áhugamenn
Ungmenni
Unglingar
Börn
Pollaflokkur
100 m skeið
Gæðingatölt 21 og yngri
Gæðingatölt Opinn
Gæðingatölt Áhugamenn

Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni.