Snjómokstur 17.feb 2022

Snjór, meiri snjór, meiri snjór 

Búið er að ryðja í dag Laugaveg, Skógarhring og reiðveginn aftan við keppnisvellina, í gær var Hraunhringurinn ruddur, hann verður hreinsaður aftur fyrir helgi.

Nú er spáð frosti næstu daga og nánast engri úrkomu þannig að færið verður frábært og bara gaman að þjálfa hrossin sín í okkar frábæra umhverfi.