Sörlafélagar á ferð og flugi

Blue Lagoon mótaröðin 

Árný Sara og Glettingur

Blue Lagoon mótaröðin í Spretti hóf göngu sína á dögunum.

Mótaröðin er byggð upp á nokkrum mótum í mismunandi greinum og keppt er í yngri flokkum, Barna- unglinga- og ungmennaflokki.

Á fyrsta mótinu var keppt í tölti og Sörlafélagar áttu nokkra fulltrúa á mótinu.

Í barnaflokki var Árný Sara Hinriksdóttir fulltrúi okkar Sörlamanna í T7 á Glettingi frá Efri-Skálateigi og hún gerði sér lítið fyrir og sigraði flokkinn.

Í unglingaflokki T3 tóku Helga Rakel Sigurðardóttir, Júlía Björg Gabaj Knudsen og Bjarndís Rut Ragnarsdóttir þátt. Helga Rakel fór beinustu leið í úrslit og endaði þar í 6 sæti á henni Glettu frá Tunguhlíð.

Í ungmennaflokki  voru Sigríður Inga Ólafsdóttir, Bryndís Ösp Ólafsdóttir og Brynhildur Gígja Ingvarsdóttir á meðal þátttakenda. Brynhildur og Diddi frá Þorkelshóli 2  komust í úrslit mótsins og enduðu í 5. Sæti.

Næsta mót í Blue Lagoon mótaröðinni er fjórgangur þann 20 febrúar næstkomandi og við fylgjumst spennt með okkar fólki þar.

Áfram Sörli