Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar dags. 1.12.2020 var eftirfarandi tekið fyrir og afgreiðsla þess var:
1909282 - Sörli, reiðvegir á félagssvæði
Umhverfis- og framkvæmdaráð óskaði á fundi sínum þann 18.11.2020 að skipulags- og byggingarráð myndi taka til skoðunar endurbætur á reiðleiðum í nágrenni athafnasvæðis Hestamannafélagsins Sörla í samráði við félagið og aðra hagsmunahópa og samhliða að endurskoða útivistarstíga á sama svæði.
Skipulags- og byggingarráð óskar eftir því að umhverfis- og skipulagssvið boði forsvarsmenn Sörla til fundar og fari yfir þau mál sem hér liggja fyrir. Umhverfis- og skipulagssvið skal leggja minnisblað frá fundinum fyrir næsta fund ráðsins.
Fulltrúi Samfylkingarinnar fagnar því að taka á til skoðunar endurbætur á reiðleiðum í nágrenni athafnasvæðis Hestamannafélags Sörla og að samhliða endurskoða útivistarstíga á sama svæði. Uppland Hafnarfjarðar er útivistarparadís fyrir hestamenn og annað útivistarfólk, s.s. göngu- og hjólreiðafólk og nýtur æ meiri vinsælda. Það hefur leitt til mikillar umferðar og nauðsynlegt að forðast eins og frekast má að leiðir þessara hópa skarist sem getur leitt til slysahættu og árekstra.
Starfsmenn umhverfis- og skipulagssviðs munu boða forsvarsmenn Sörla til fundar skv. ofangreindu.