Starfshópur fyrir Íslandsmót barna og unglinga

Íslandsmót barna og unglinga 

Stjórn hestamannafélagsins Sörla óskaði eftir því við Landsamband Hestamanna í samráði við mótanefnd félagsins að sækja um að halda Íslandsmót barna og unglinga.

Mótið verður haldið hjá okkur á Sörlavöllum dagana 15.-18. júlí 2021.

Óskum við því eftir sjálfboðaliðum til að skipuleggja og halda utan um framkvæmd mótsins.

Áhugasamir sendi tölvupóst á sorli@sorli.is fyrir 26. mars.