Sviðaveisla á fyrsta vetrardag

Fyrsta veisla vetrarins 

Á fyrsta vetrardag laugardaginn 22. okt, ætlum við að fagna vetrinum og halda sviðaveislu.

Hún Stebba okkar ætlar að sjá um veisluna, hún þekkir okkur öll og veit hvað okkur þykir gott að borða. Í ár ætlum við að bjóða upp á heit og köld svið, rófur og kartöflumús.

Veislan kostar 2500 á mann, innifalið er svið og allt tilheyrandi og einn öl eða gos með.
Skráning á sorli@sorli.is , allir sem ætla að mæta verða að skrá sig fyrir kl 12:00 föstudaginn 21. okt.

Að sjálfsögðu verður veislan haldin á Sörlastöðum og hún hefst kl 12:00

Fjölmennum og fögnum vetrinum.

Viðburðarupplýsingar

Tegund: mannfagnadir, skemmtanir
Upphafstími: 2022-10-22 12:00:00
Endatími: 2022-10-22 14:30:00
Vettvangur: sorlastadir