Töfrar tælenskrar matargerðar eru íslendingum vel kunnir og hér gefst frábært tækifæri til að læra réttu handtökin af sönnum meistara í þessari matargerð. Montree Sakulkeaw, kallaður Nok, er tælenskur matreiðslumaður, búsettur og starfandi hér á landi en hefur verið kokkur á veitingastöðum víða um heim. Nok er snillingur í tælenskri matargerð og lofum við góðum, upprunalegum mat og skemmtilegri stemmningu. Í lok námskeiðs er slegið upp veislu hlaðborði og þátttakendur gæða sér á kræsingunum sem þeir hafa útbúið sjálfir. Athugið að þetta námskeið er kennt á ensku.
Matseðill sem eldaður verður á námskeiðinu:
- Red curry chicken
- Chicken spring roll
- Fish cakes
- Fried rice with chicken and pinapple
- Pad thai chicken
- Tiger prawn rolls
- Tom yam soup
- Stir fried beef with cashew nuts