Það er gaman að vera sjálfboðaliði!!!

Sjálfboðaliðar eru hverju félagi nauðsynlegir 

Sjálfboðaliðar að girða af viðrunarhólf á milli Hlíðarþúfna og Bleiksteinsháls

Grill og gaman fyrir fulltrúa nefnda og sjálfboðaliða ársins.

Stjórn og framkvæmdastjóra langar að bjóða öllum fulltrúum nefnda og öllum sjálfboðaliðum ársins til grillveislu að Sörlastöðum n.k. laugardag 16. október kl. 19.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á sorli@sorli.is Þeir sem hafa þegar skráð sig í gegnum fulltrúa nefnda eða framkvæmdastjóra þurfa ekki að skrá sig aftur.

Kæra nefndarfólk og og aðrir sjálfboðaliðar. Kærar þakkir fyrir óeigingjarna vinnu og skemmtileg kynni og samveru á árinu. Án ykkar væri virkni félagsins lítil.

Við hvetjum félagsmenn til að skrá sig á lista yfir sjálfboðaliða á viðburðum félagsins með því að senda skilaboð á netfangið sorli@sorli.is

Kynnumst hvort öðru - Stundum sjálfboðaliðastarf í Sörla. 

Gaman saman – Áfram Sörli