Þakkir Íslandsmóts

Íslandsmóti barna og unglinga 

Myndin er af dómurum mótsins en þeir voru  Sigurður Kolbeinsson, Sigurður Ævarsson, Svafar Magnússon, yfirdómari, Petra Busam, Ann Winter, Svanhildur Hall og Þórir Örn Grétarsson.
Myndin er af dómurum mótsins en þeir voru  Sigurður Kolbeinsson, Sigurður Ævarsson, Svafar Magnússon, yfirdómari, Petra Busam, Ann Winter, Svanhildur Hall og Þórir Örn Grétarsson.

Íslandsmóti barna og unglinga 2021 lauk í gær sunnudaginn 18. júlí. Hestamannafélagið Sörli og mótstjórn þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg fyrir samstarfið, þátttöku og komuna í Hafnarfjörðinn.

Framkvæmd Íslandsmóts gekk vel. Tímasetningar stóðust með ágætum. Dómarar, starfsfólks mótsins, keppendur og aðstandendur þeirra lögðu sig fram um að mótið færi vel fram.

Fjöldi sjálfboðaliða í hestamannafélaginu Sörla lagði til vinnu á mótinu. Þeir störfuð sem ritarar, við fótaskoðun við viðhald valla, sem þulir o.fl. Liðsauki barst að utan en þær Linda B. Gunnlaugsdóttir, og Elísabet Sverrisdóttu störfuðu sem þulir.

Fjölmörgum styrktaraðilum er þakkað fyrir þeirra stuðning á mótinu.

 

Hestamannafélagið Sörli

Mótstjórn Íslandsmóts Barna og Unglinga 2021