Þjófar á ferð

Sýnum aðgát 

Húseigandi í Hlíðarþúfum varð fyrir því í dag að reynt var að ræna hnökkunum hans, búið var að taka þá og raða þeim upp en svo hefur komið stygð að viðkomandi og hann ekki náð að klára ætlunarverkið sitt.

Læsum húsunum okkar og fylgjumst vel með húsum hvers annars ef við sjáum einhverja ókunnuga á ferli, nágrannavarsla virkar vel.