Þjófar á ferð

Verum vakandi 

Kæru félagsmenn

Svo virðist sem einhverjir óprúttnir aðilar séu á ferð á Sörlasvæðinu. Síðastliðinn vetur, í vor og í sumar hafa horfið margir heybaggar og heyrúllur sem staðsett hafa verið fyrir utan hesthúsin. Einnig höfum við staðfestar fréttir af stolnum reiðtygjum úr hesthúsum á meðan verið var í reiðtúr og einnig hafa reiðtygi og múlar horfið úr hnakkageymslu á hestakerrum. Nú síðast hurfu girðingastaurar úr allavegana fjórum viðrunarhólfum.

Nágrannavarsla skilar árangri. Verum vakandi og fylgjumst með mannaferðum þegar okkur finnst eitthvað grunsamlegt. Við höfum hingað til getað treyst hvort öðru og búið í afskaplega góðu samfélagi. Við sjáum ástæðu til að hvetja eigendur hesthúsa og allra annara sem eiga einhvern búnað á svæðinu að huga að eigum sínum auk þess að vera vakandi yfir annara eigum.

Áfram félagsmenn Sörla