Þriðji dagur Landsmóts

Miðvikudagur 

Gærdagurinn hafði upp á margt að bjóða þegar forkeppni í unglingaflokki og A-flokki gæðinga fóru fram.

Goði frá Bjarnarhöfn tryggði sér sæti í milliriðli í A-flokki eftir flotta sýningu í forkeppni. Hann situr í 5. sæti með 8,83 í einkunn.

Í 30 sætinu er líka hann Forni og Hinni Braga með 8,62 í einkunn.

Í unglingaflokki voru rosalegar sýningar og okkar fólk stóð sig með sóma.

Snæja og Liljar hlutu 8,63 í einkunn og enduðu í 7. sæti inn í milliriðilinn sem fram fer á morgun fimmtudag.

Fanndís og Garpur hlutu 8,57 og eru í 21 sætinu og Kolbrún Sif og Bylur komust einnig í milliriðil með 8,49.

Árný Sara og Moli eru svo rétt utanvið milliriðilinn með 8,46 og Agga og Tannálfur skammt undan einnig með 8,40.

Í dag eru milliriðlar í barnaflokki og B-flokki ungmenna, fimmgangur íþróttakeppninnar og kappreiðar.

Í barnaflokki sem hefst nú klukkan 11 eru það Una Björt og Agla sem eru númer 4 í braut.

Ásthildur og Hrafn númer 21 og Elísabet á Östru númer 24.

Í ungmennaflokknum eru Sara Dís og Nökkvi númer 3 í rásröðinni og Siggi Dagur á Flugari er númer 20 inn í brautina.

Í fimmgangnum eigum við Kötlu Sif á Engli sem er númer 8 í braut og Snorri Dal á Gimsteini er númer 16. í rásröðinni. Fimmgangur hefst 17:15

150 og 250 m skeið hefst klukkan 20:50 í kvöld og Ingibergur er í 4. riðli 150 m skeiðs á Flótta og einnig í 4. riðli 250 m skeiðs á henni Sólveigu frá Kirkjubæ.

Ingibergur og Sólveig eru í hópi þeirra með allra bestu tíma ársins í 100 m og 250 skeiði inn á mótið og ég þori að veðja að þau ætli hratt yfir í kvöld.

Dúndur dagur framundan hjá okkur

Áfram Sörli